Heildarlausnir í brunavörnum fyrir öll verkefni

Sérsvið

Við sérhæfum okkur í uppsetningu og viðhaldi passífra brunavarna sem tryggja hámarksöryggi í byggingum af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða endurbætur, vinnum við með lausnir sem uppfylla strangar reglugerðir, staðla og vátryggingakröfur.

Við bjóðum heildarþjónustu frá ráðgjöf og hönnun til framkvæmdar og skjalfestingar, svo þú getir verið viss um að brunavarnir þínar séu í öruggum höndum. Skoðaðu sérsviðin okkar hér að neðan til að fá nánari innsýn í þjónustu og lausnir Brunatækni.

01

Byggingariðnaður

Rétt uppsettar brunaþéttingar eru grundvöllur öruggra mannvirkja. Þær tryggja að byggingar uppfylli kröfur reglugerða, verji mannslíf og eignir og standist úttektir án vandræða.

02

Heilbrigðisstofnanir

Heilbrigðisstofnanir krefjast hámarksöryggis þar sem sjúklingar geta ekki alltaf yfirgefið bygginguna. Brunatækni býður uppá lausnir sem hemja eld og reyk og tryggja áframhaldandi starfsemi jafnvel þegar neyð skapast.

03

Hótel

Í hótelum og gistirýmum dvelja margir á sama tíma. Brunatækni tryggir að eldur og reykur berist ekki milli herbergja og að flóttaleiðir séu öruggar og aðgengilegar.

04

Íbúðarfélög

Brunavarnir í fjölbýli tryggja að eldur og reykur berist ekki milli íbúða og stigaganga. Brunatækni býður sérsniðnar lausnir sem vernda íbúa, eignir og sameign og tryggja að húsið standist allar kröfur.

05

Opinberar stofnanir

Opinberar byggingar hýsa bæði starfsfólk og almenning og bera ríka skyldu til að tryggja öryggi. Brunatækni hjálpar stofnunum að uppfylla strangar brunakröfur og viðhalda samfelldri starfsemi.

06

Lyfjaiðnaður

Í lyfjaframleiðslu og rannsóknarumhverfi er öryggi lykilatriði. Brunatækni býður uppá brunavarnalausnir sem vernda bæði fólk og verðmæti og standast allar kröfur heilbrigðis- og gæðastaðla.

07

Iðnaðarhúsnæði

Iðnaðarhúsnæði inniheldur verðmæt tæki, lagerbirgðir og starfsfólk sem krefst traustra brunavarna. Brunatækni hannar og setur upp lausnir sem verja bæði fólk og rekstur.

Ertu tilbúinn að tryggja verkefnið þitt með passívum brunavörnum?

Hafðu samband við Brunatækni í dag fyrir ráðgjöf, spurningar eða tilboð án skuldbindinga um brunavarnaþjónustu okkar. Sem heildarlausnaraðili í passívum brunavörnum erum við reiðubúin að hjálpa þér að vernda mannvirki þín gegn eldi og reykbreiðslu, í samræmi við íslenskar reglugerðir og öryggiskröfur.

HAFA SAMBAND

Þar sem öryggi og fagmennska mætast