Heildarlausnir í passífri eldvörn

Þjónusta

Við bjóðum upp á sérhæfða og vottaða brunavarnaþjónustu sem nær yfir öll svið passífrar eldvarnar. Hvort sem verkefnið er lítið eða stórt, einfalt eða flókið, tryggjum við lausnir sem standast allar kröfur og reglugerðir.

Allar framkvæmdir eru unnar samkvæmt vottaðri verklýsingu og skjalfestar með ljósmyndum og efnisgögnum sem auðvelda úttektir og tryggja rekjanleika. Við notum einungis hágæða efni og aðferðir sem hafa verið prófaðar í samræmi við EN 13501 og EN 1366, þannig að öryggi og áreiðanleiki haldist frá hönnun til verkloka.

01

Brunalokun

Í ljósi aukinna öryggiskrafna í byggingariðnaði og vaxandi raftækjavæðingar á Íslandi, t.d. rafbíla, rafhjóla og rafbúnaðar, ryðja brunalokanir sér til rúms sem hagkvæm og áhrifarík lausn til að hindra útbreiðslu elds og reykjar. Rétt unnin brunaþétting skiptir sköpum fyrir öryggi mannslífa og eigna.

02

Brunaklæðning á burðarvirkjum

Brunaþétting á burðarvirkjum felur í sér notkun vottaðs eldfasts efnis í kringum burðarbitum, súlur, samskeyti og götun. Stál tapar burðargetu hratt við hita, en með brunaþéttikerfum (steinefnaeinangrun, eldþolnum múrefnum eða bólgnandi húðefnum) helst stöðugleiki í 30–180 mínútur.

03

Einangrun

Í brunaþéttingum er einangrun ekki aðeins notuð til að halda hita frá burðarvirkjum heldur einnig til að hindra kulda- og varmatap í byggingum. Sérstaklega skiptir þetta máli í loftræstikerfum og rörum, þar sem bæði orkunýtni og öryggi þurfa að ganga hönd í hönd.

Ertu tilbúinn að tryggja verkefnið þitt með passívum brunavörnum?

Hafðu samband við Brunatækni í dag fyrir ráðgjöf, spurningar eða tilboð án skuldbindinga um brunavarnaþjónustu okkar. Sem heildarlausnaraðili í passívum brunavörnum erum við reiðubúin að hjálpa þér að vernda mannvirki þín gegn eldi og reykbreiðslu, í samræmi við íslenskar reglugerðir og öryggiskröfur.

HAFA SAMBAND

Þar sem öryggi og fagmennska mætast